Hágrátandi útaf LÍN

Ég labbaði með strákana í skólann í morgun og kom heim líðandi eins og í dag væri fyrsti dagurinn af mínu dásamlega næsta lífi. Föndraði merkimiða á dyrabjölluna og póstkassann og lagðist upp í rúm í smá rommí.

Eftir oggulitla hvíld ákvað ég að sjá um mín mál. Ég hringdi í lín því ég sé ekki fram á að geta borgað greiðslu mánaðarins ef ég ætla að gefa börnunum að borða.  Eftir stutt símtal sit ég hérna hágrátandi og vonlaus. Ég trúi varla hvað þetta er mannskemmandi samfélag sem við búum í.

Nú er ég búin að vera á sjúkradagpeningum sem eru samsvarandi atvinnuleysisbótum síðan í nóvember. 7 mánuði með 240 þúsund útborgaðar. Í millitíðinni skil ég við manninn minn og þarf að koma mér upp nýju heimili. Það er ekki séns að ég borgi frekar 22 þúsund krónur í LÍN en að kaupa kvöldmat handa börnunum. En ég er kvíðasjúklingur og mér finnst sérstaklega óþægilegt að vera með ógreiddan reikning í heimabankanum og spyr, given the circumstances og að ég hef ekki átt krónu í marga mánuði hvort það sé ekki hægt að líta fram hjá því að ég hafi verið með tekjur í fyrra.

Neibb. Og vegna þess að það var 8 vikna bið fékk ekki tíma hjá sýslumanni til að skilja formlega fyrr en 28. mars þá telst ég með góð laun þangað til þá. Þannig að til að fá undanþágu frá afborgun námslána er ekki nóg að hafa verið veik í 4 mánuði (4 mánaða viðmið) heldur verð ég að hafa verið með krappí laun allt árið á undan. Og við erum ekki að tala um að ég sé að biðja um að borga ekki…heldur bara fokking fresta afborgunum!!

Og þessi námslán sem eiga að vera bestu lánin sem við fáum líta svona út hjá mér:

Fæ lánaðar 2.17 milljónir til að stunda nám.
Er búin að borga 1.87 milljónir til baka.
Skulda LÍN samt 1.95 milljónir og fæ ekki einu sinni að fresta greiðslum í veikindum því fyrrverandi maðurinn minn fær mannsæmandi laun.

Ég hef borgað alla reikninga. Ég hef aldrei látið neitt falla á samferðarfólk mitt. Kreppan snerti mig ekki því ég átti alltaf akkurat fyrir reikningum og aldrei neitt meira hvort eð er. Og núna þegar ég er að reyna að klóra mig úr vandræðum þá er bara skellt á andlitið á mér. Ég er í svo miklum vanmætti núna að ég held ég fari bara aftur upp í rúm að grenja.

 

Viðvörun: Draumur

Vakna í útlöndum í ókunnugu herbergi. Leita að dótinu mínu og finn það ekki. Ekki símann, ekki ferðatöskurnar ekki neitt. Geri mér grein  fyrir að ég er komin til útlanda og var múldýr fyrir eitthvað fólk en er brjáluð því ég gerði mér ekki grein fyrir að þau myndu taka allt stöffið mitt. Þau gátu nú sagt mér að allt hefði verið tekið svo ég hefði pakkað einhverju drasli í staðinn fyrir öllu sem ég þarf til að vera til. 

Hitti grimmilega konu sem er að sjá um þvott fyrir heimilið sem er eins og risastór heimavist. Hún er fæstí og segist hafa sagt mér nákvæmlega hvað væri á seyði í fluginu. Tók mig hálstaki til að minna mig á orðin sem hún sagði. „Já, en síminn minn… getið þið allavega gefið mér ný föt og síma.“ Glætan að ég fái nýjan iPhone. Nú fer ég að hafa áhyggjur af foreldrum mínum og bróður. Ég hélt ég myndi fá miða beint heim aftur. Ég veit ekkert hvar ég er. Kynnist svörtum strák sem er svona 19 þegar við kynnumst en þegar hann er tilbúinn að hjálpa mér er hann svona 8 ára. Ég kann að svífa. Hann hjálpar en mamma hans, grimmilega konan, má ekki vita. Hún er hvít og lítur út eins og bændakona frá Íslandi. Ég fæ að fara í mollið og kaupa föt en með því að kyssa svarta drenginn ætlar hann að reyna að redda því að ég fái síma líka. Hann segir mér að ef ég haga mér eins og ég ætli að vera þarna áfram og hún viti að hann treysti mér alveg þá getum við gert eittthvað. Gamla konan kemur með bala fullum af plastílátum… eins og það sé það eina sem ég þurfi til að búa þarna. 

Ég sting af og hópur af Power Rangers ráðast á mig í garðinum á leiðinni í strætó. Þetta var algjör fokking horror. En ég næ að fara í strætó sem er eins og opin barnalest í tívolíi og bílstjórinn var í miðri lestinni með alvöru hund, þrjá bangsahunda og ipad í fanginu sem var með einhverju svona hundaappi. Hann var að skemmta alvöru hundinum með app hundinum. Hann gefur mér frítt í lestina sem var samt strætó. Fer aftast þar sem er pláss fyrir fullorðna og er elt af einhverju 90´s gengi sem vill kaupa og svo taka fötin sem ég er í.  Við förum úr strætó og ég er komin að mollinu með  þegar ég hitti svarta strákinn sem tilkynnir að þau (90´s gengið) hafi verið rekin og verið sé að grúma mig. Ókei… þá ætla þau ekki að drepa mig strax. 

Ég verð að hringja í pabba og mömmu og segja þeim að ég sé ekki dáin. 

Hvað ætli þetta þýði?

Jæja…best að fara á fætur því ég ætla að flytja í dag!

Hvíta lygin

Hitti gaur sem ég var með í skóla. Fann að ég roðnaði. Fann að ég skammaðist mín samt minna en venjulega því ég var feit í skóla og man ekki eftir að hafa hitt hann vikuna sem ég var mjó.

Hann spurði frétta. Ég sagðist vera mamma.

Yep. That´s it. 

Verð fertug eftir tvær vikur og til að detta ekki í trúnó og dramatík eða vorkunn og aumingjaskap þá segist ég vera mamma. Samt datt inná að ég væri að skilja og flytja á morgun. Gaddemit. Þetta er ástæðan fyrir því að maður vill ekkert fara út. Djöfull er erfitt að vera ekki með vinnu en samt eiginlega bara á svona mómentum. Er á Gló en ekki í active wear. Outcast og outsider. Á ég að ljúga? Á ég að segja að ég sé self employed. Já, ég er að hanna og gera vefi og svona. Mjög gaman. Ég ætla að æfa mig.

Hææææææ. Gvöh gaman að sjá þig. Mikið líturu vel út. Haaaa… já, ég er hérna bara með Americano og my Mac Book Air þessa elsku. Já, ég er rosa hress haaaa. Já, er að frílansa. Já, er búin að vera að hanna plaggöt fyrir árshátíðir og búa til nokkra vefi og svona. Jáh (á innsoginu). Jú, rosa mikið að gera og mar alltaf bara hér á Gló skiluru… og pantar auka prótein því mar er nottla á LKL. Ekkert annað hægt í stöðunni hahahahahhaha…. mar er að verða fertugur skiluruhahahahahhah….ha…..ha….

Kófsveitt og fretandi

Ókei. Mér líður betur í dag. Fjúff.

Sko, ég er að skipta um lyf og það á víst eftir að verða eitthvað helvíti. Það var ekki gaman að skipta um lyf síðast. Þá var ég á Esopram og hætti og byrjaði á Venlafaxín samdægurs. Fór í þriggja vikna frífall og vildi drepa mig. Var í sálargjörgæslu í foreldrahúsum. Ekki gaman. Og heyrst hefur að það sé verra að hætta á Venlafaxíni þannig að ég er ekkert sjúklega spennt. Ég er semsagt að byrja á Duloxetíni.

Leyf mér að deila með ykkur nokkrum gullnum setningum úr fylgiseðlinum:

Ef þú ert með þunglyndi og/eða kvíðaröskun getur verið að hugsanir vakni hjá þér um að valda þér skaða eða fyrirfara þér. Þessar hugsanir geta ágerst fyrst eftir að meðferð með þunglyndislyfjum er hafin, þar sem nokkurn tíma tekur fyrir lyfin að byrja að verka, yfirleitt um tvær vikur en stundum lengur.

Been there skiluru. Good times. Djók. En þúst… ég mun vera meðvituð um að þetta er normal…ekki því íbúðin mín stenst ekki væntingar eða ég er allt í einu að fatta að ég get ekki lifað sem einstæð móðir…

Ef hugsanir vakna um að valda þér skaða eða að fyrirfara þér skaltu hafa samband við lækninn þinn eða fara á sjúkrahús þegar í stað.

Ok. Got it. Gerði það síðast. Kann þetta.

Mjög algengar aukaverkanir:  höfuðverkur, syfja – ógleði, munnþurrkur

Höfuðverkur. Tjékk. Ókei…þá kemur the big one!

Algengar aukaverkanir: minnkuð matarlyst – svefnvandamál, æsingur, minnkuð kynhvöt, kvíði, erfiðleikar við að fá fullnægingu eða skortur á fullnægingu, óvenjulegir draumar – sundl, silagangur, skjálfti, doði, þar með talið doði, stingir eða náladofi í húð – þokusýn – eyrnasuð (suð fyrir eyrum þó að engin hljóð berist að utan) – finnast hjartað banka í brjóstinu – hækkaður blóðþrýstingur, roði – auknir geispar – hægðatregða, niðurgangur, kviðverkur, uppköst, brjóstsviði eða meltingartruflanir, vindgangur – aukin svitamyndun, útbrot (með kláða) – vöðvaverkir, vöðvakrampar – sársaukafull þvaglát, tíð þvaglát – risvandamál, breyting á sáðláti – dettni (aðallega hjá öldruðum), þreyta – þyngdartap

Nokkrar aukaverkananna er einmitt það sem lyfið á að lækna. Hmmm. En já…þessi lyf eru algjört eitur greinilega. Veit ekki hvort ég vil fá frekar, hægðatregðu eða niðurgang. Og hvort er betra að vera með þokusýn eða suð í eyrum? Næstu vikur verða skrautlegar. Ég verð alveg rosa hot mama þarna í Safamýrinni. Kófsveitt og fretandi með roða í kinnum að klóra mér í útbrotin. Alltaf sveflaus og æst, fæ það aldrei sama hvað ég reyni en nenni nottla aldrei að reyna. Með ræpu loks þegar ég get skitið. Blind og heyrnarlaus þannig að ég er alltaf að detta en það er allt í lagi því ég er dofin úti um allt og finn ekki fyrir neinu nema vöðvakrömpunum sem eru sársaukafullir. Öskra þegar ég pissa og er alltaf að pissa þrátt fyrir algert lystarleysi. Og svo því ég er að hætta á Venlafaxíninu þá verð ég æðislega taugaóstyrk, í ruglinu með svima, fæ flog og tilfinningu um rafstuð og flensu. Já, og mjög þreytt og með martraðir. En hei… ég gæti orðið léttari. VÚHÚ!

I´m in for a treat krakkar. Sjáumst eftir mánuð.

Djammviskubit

Í gær var ég vongóð og hress. Í dag er ég svo ógeðslega fúl útí mig og lífið og magann og bakið að ég er að bilast. Er að koðna í einhverju helvítis kvíðakasti. Fór í leikfimi í morgun eftir að bruna úr bústaðnum og var að mygla í tímanum. Gat ekki neitt og á eftir vigtaði ég mig. Ég bara trúi varla að ég sé komin á botninn aftur. Ég var í fjögur ár að losna við 40 kíló. Fjögur fokking ár! Og nú er það bara komið allt aftur. Og veistu af hverju? Því ég sá mig í sjónvarpinu fyrir 25 kílóum og hugsaði að ég væri með svo stuttar og sverar lappir…ekki búin að borða hlaup eða köku í 8 ár svo bara fokkit. Sama hvað þá verð ég aldrei ánægð. En vá, hvað ég gæfi mikið fyrir að vera aftur á þeim stað.

Í dag er ég að spá af hverju ég er svona minnimáttar alltaf. Ekkert sem ég segi skiptir máli. Held að það sé úr barnæsku þar sem amma borgaði mér krónu fyrir að þegja allan tímann sem ég var hjá þeim. Eða bróðir minn sem gerði lítið úr mér við matarborðið. Eða afi sem hafði alltaf rétt fyrir sér og skaut niður allt sem ég sagði um mín hjartans mál. Allskonar smástöff sem hefur haft þau áhrif að sem fullorðin kona hef ég aldrei talið neitt sem ég hef fram að færa einhvers virði. Ég er alltaf með eitthvað froðusnakk sem skiptir engu máli. Ég er spurð hvar eitthvað sé…ég svara því en svo er bara ekki farið eftir því. Það er ekki skoðað í kjölinn heldur bara dismissað því ég hef ábyggilega bara verið að segja eitthvað út í loftið.

Ég skil núna af hverju það fékk svo á mig þegar samstarfsfélagi sagði „Jæja…hvaða bók varstu að lesa núna?“ þegar ég var að segja hvernig við ætluðum að gera hlutina á fundinum. Eins og ég væri bara páfagaukur að apa upp það sem ég hefði lesið í gær. Engin frumleg hugsun. Djöfull fer þetta ógeðslega í taugarnar á mér. Auðvitað er ég með egómínus. Hvernig á ég að hafa trú á mér þegar enginn annar gerir það? Og enginn segir mér af hverju þau hafa ekki trú á mér. Er ég virkilega svona fleikí og veit ekki af því? Ég hef keyrt bíl í óveðri. Og ég komst heil heim! Amazing. Ég hef borað í vegg. Og það tókst. Amazing. Ég er stundvís. Ég var það ekki því hverjum var ekki sama þó ég kæmi seint. Svo fattaði ég að þetta snerist um hina…ekki mig. Ég mun ekki láta aðra bíða eftir mér. Og Dolly segir, ef þú getur ekki einu sinni staðið við svona litlar skuldbindingar eins og að mæta á réttum tíma af hverju ættirðu að geta staðið við stærri skuldbindingar.

Æh… ég fór bara í geggjaðan mínus að sjá hvað ég er orðin þung aftur og finnst eins og ég hafi tapað í keppninni um hamingjuna. Þetta billibilsástand er að drepa mig. Og eigum við að ræða að vera ein uppí bústað að drekka rauðvín, borða ís og horfa á Netflix. Ég veit að þetta er ekki gott fyrir mig en geri þetta samt bara svona síðasta skiptið því allt kemst í lag þegar ég flyt í 42. Eins gott að ég taki mig helvítis taki. Er í alvöru að drepast í bakinu og maganum og bumban er fyrir mér allan liðlangan daginn. Mér finnst ógeðslega leiðinlegt og ég er uppfull skömm yfir að verða aftur svona feit. Sko troðfull skömm. Ég skammast mín frá toppi til táar. Ég reyni að fela mig þegar ég sé fólk á förnum vegi sem hefur ekki hitt mig feita. Þetta er ömurlegt.

Æh, sorrí. Glataður dagur.

Virk

Ráðgjafinn minn hjá Virk er klár kona. Hún hlustar á mig og er með mér í liði. Hún lætur mér líða eins og það sem ég sé að ganga í gegnum sé skiljanlegt og að ég þurfi ekki að skammast mín fyrir það. Ef endurhæfingin tekur lengri tíma en áætlað var þá er það bara þannig og við tökum eitt skref í einu.

Hún benti mér á erindi um streitu og nýjar rannsóknir sem verið er að birta á ársfundi Virk. Djöfull finnst mér gaman þegar fólk hefur metnað og áhuga á vinnunni sinni. Allavega…almenningur mátti mæta á fræðsluerindi fundarins og ég mætti að sjálfsögðu. Þarna fékk ég sögu Virk. Virk, sem ég fékk ekki að heyra um fyrstu skiptin sem ég mætti á bráðamóttöku geðdeildar með sjálfsvígshugsanir. Eníhú…Þarna stóð kona í pontu sem var vigdis_2015upphafsmaður alls virðist vera. Vigdís Jónsdóttir sem fékk skrifborð og tölvu inni hjá ASÍ og hóf starfsemi Virk fyrir 9 árum. Það er svo sannarlega mikið þrekvirki sem þessi kona hefur unnið en samt er ekki minnst á hana fyrr en á fjórðu undirsíðu „Um Virk“ og þá í skipuritinu og svo í netfangaskrá starfsmanna. Það þykir mér miður því það skal halda því til haga að ef hún hefði ekki verið svona töff í sínu starfi þá hefðu ekki 11 þúsund manns fundið nýtt líf í gegnum þennan starfsendurhæfingarsjóð. Í staðinn fyrir að lesa upp tölur um árangur ársins í erindi sínu í gær benti hún fólki bara á að skoða ársritið og hélt þess í stað ræðu um hvað þarf að laga í umhverfi dagsins í dag. Kulnun, streita, ofurálag og geðræn vandamál eru ástæður flestra sem koma inn á borð sjóðsins og í staðinn fyrir að setja fólk á örorku þá þarf að skoða eiginleika og kosti þeirra sem hjá þeim eru. Það eru of margir settir á örorku og þeim mun fjölga ef ekki ert eitthvað gert.

Og ég er svo sammála. Ef þú ert húrrandi einhverfur en eiturklár í stærðfræðiheimi þá ertu vinnufær í hugbúnaðargeiranum þar þó svo þú mætir ekki sjúklega hress á árshátíðina. Ef þú ert blindur getur þú unnið, það þarf bara að hafa aðeins fyrir því. Ef þú ert þunglyndur getur þú unnið, það þarf bara að finna jafnvægi áður en þú gerir það. Það að vinna gefur fólki kraft. Það að missa vinnu er áfall. Það að fá ekki vinnu aftur er soldið eins og púsl af áfalli sem er sett saman ofurhægt. Lítil áföll við hvert nei og aðeins stærri áföll þegar þú manst eftir vinnum sem þú sóttir um og fékkst engin svör við. Að þyngjast um 20-30 kíló á hálfu ári gerir þér engan greiða. Ókei ég fíla brjóstin mín þegar ég ligg útaf en er með meiri bakverki, vöðvabólgu í öxlum og gigtin lét svo sannarlega á sér kræla þegar ég var í húsgagnaföndri um helgina. En þúst…ég var ógeðslega dugleg og fór nottla framúr mér og er að drepast í dag en ég er stolt. Eridigi fínt? Eða sko ég veit þetta er fínt því ég fékk alveg hundrað læk á feisbúkk skiluru…

 

En já. Vigdís er með stórar hugmyndir um hvernig þau geta gert betur og ég vona svo sannarlega að stjórnin og ráðgjafarnir séu með henni í liði og vinni saman að heildarmyndinni.

Á eftir henni steig önnur kona í pontu sem var svo bara með lausnina. Dr. Ingibjörg H. Jónsdóttir er forstöðumaður Institute for Stressmedicin í Háskólanum í Gautaborg og er að mér sýnist mikill snillingur. Hún hefur stundað rannsóknir á streitu og þá sérstaklega vinnutengdri streitu. Forsendur starfa þeirra sem kulna eru kannski aðal skemmdarvargurinn. Yfirmenn eiga ekki að vera með nema 35 menn undir sér. Þeir sem eru með fleiri hafa of mikið á sinni könnu. Þú getur ekki verið markaðsstjóri og mannauðsstjóri um leið. Þú getur einfaldlega ekki verið hressi gaurinn sem býr til partý og líka verið gaurinn sem rekur alla. Þegar þú sækir um vinnu þarft þú að vera viss um að forsendur starfsins séu góðar og réttar til að vaxa og líða vel í starfinu. Það er ekki hægt að ráða þig í 100% vinnu og búast við 130% þegar um annatíma er að ræða. Það er forsendubrestur.

Vinnuaflinn er að minnka. Fólk lærir lengur og fer svo nottla til Asíu að finna sig áður en það kemur á vinnumarkað þá upp undir þrítugt. Svo þarf það að hætta að vinna 35 árum síðar meðan það er stálstlegið og hresst. Verður þunglynt, þarf lyf og leggst á kerfið. Þetta meikar engan sens.

Oftast eru það konur sem kulna en það er ekki vegna þess að þetta er eitthvað að konum… heldur eru konur 80% starfsflotans á vinnustöðum sem bjóða einfaldlega ekki upp á heilbrigt starf (menntun og heilbrigði). Það er ekki heilbrigt að vinna 180% vinnu. Kennarar eru helsta stéttin sem kulnar og við vitum öll af hverju. Svo hefur sveigjanleiki í vinnu þau áhrif að erfitt er að gera greinarmun á vinnu og einkalífi. Það meikar mikinn sens fyrir mér.

Varðandi stress… ef þú ert seif í vinnunni þá getur þú höndlað streitu á heimilinu. Það þarf að ráðast á heilsueflingu á vinnustöðum og þá ekki með að hjóla reglulega í vinnuna heldur í vinnuumhverfi. Það þarf að laga forsendur starfa og umhverfi. Það þarf að fjölga fólki eða hægja á útkomu. Því með þessu áframhaldi verðum við næstum öll öryrkjar.

Að mér. Ég finn til dæmis rosalega mikinn mun á að vera með börnin í viku og svo bara að þurfa að sjá um sjálfa mig í viku. Og það á flakki þar sem ég er ekki búin að fá íbúðina. Fyrrverandi maðurinn minn er sjúklega réttsýnn jafnréttissinni en ég var bara miklu fljótari að gera hlutina á heimilinu og henti honum út með börnin meðan ég sinnti því af alvöru. Svo kunni ég að kaupa í matinn og var miklu fljótari að brjóta saman þvott. Hann vissi ekki einu sinni hver ætti hvað. Hann hélt að 4 ára sonurinn ætti sokkana mína til dæmis. En jú…ég er með hófa ég veit. Allavega. Núna er hann einn með strákana í viku í senn og höndlar það bara alveg. Hann sér um þvottinn og þekkir núna í sundur fötin. Hann sér um matinn og kaupir þá meira en nákvæmlega einn pott af mjólk og litla tómata í nesti. Hann kaupir bara í matinn eins og venjulegt fólk þó hann sé tölvunarfræðingur.

Ég er ótrúlega stolt af því hvað við erum að ná að skilja fallega og með hjálp ráðgjafans í Virk þá er ég svolítið að fatta að kvíði, streita og þunglyndi er mjög eðlilegur hlutur á þessum tímapunkti í lífinu. Ég veit að ég get ekki farið að vinna meðan ég er að finna réttu lyfin og er núna komin með geðlækni sem ætlar að hjálpa mér að finna þau. Ég treysti ekki alveg heimilislækninum til að sjá um lyfjaprófanir á mér eftir 3 vikna frífallið í nóvember.

Í dag eru 2100 óstarfhæfir einstaklingar í endurhæfingu hjá Virk. Ég er óskaplega þakklát að vera ein af þeim. Ég finn hvað lífið er að breytast. Hvað ég er að breytast og mér fannst alveg magnað að sitja ársfundinn og sjá hvað það er margt gott fólk að gera góða hluti. Virk virkar

Takk fyrir að lesa… mér þykir vænt um það.

Mildi

Er komin aftur upp í sumarbústað foreldra minna. Í þriðja skiptið á tveimur vikum en í þetta skiptið fór ég ein og ætla að vera í tvær nætur með sjálfri mér. Ég tók með mér bækur. Alvöru bækur. Á pappír. Bókina Auður til að læra á peninga…ekki seinna vænna orðin óstarfhæf einstæð móðir í endurhæfingu….Úff, þetta er rosalegur stimpill. Óstarfhæf.

Ég fór til sálfræðings í morgun og það er eins og við getum ekki byrjað á neinni alvöru vinnu fyrr en það hefur eitthvað lægt um í lífinu. Ég fæ íbúðina um mánaðarmótin en fékk að gista þar um helgina og nýtti hverja einustu vakandi mínútu í að pússa og lakka gömul húsgögn sem ég fékk gefins. Ég ég verð bara að játa að ég var heldur stolt af mér og hélt nú að ég myndi sofa svefni hinna réttlátu á sunnudagskvöldið. En nei… tók svefntöflu kl. 2:30 eftir að hafa verið með puttana tappandi á lakinu í tvo tíma.

Ég er í einskonar limbói milli þess að sitja bara og stara hugsunarlaust fram fyrir mig og að vera með kvíðaherping í brjóstinu og 100 í púls. Svo þegar það er eitthvað norm í gangi þá er ég svo glöð að ég er starfhæf að ég fer algjörlega framúr mér og er að drepast á líkama og sál á eftir. Þetta er víst voða íslenskt. Og voða kvenlegt. Ég verð ekki þreytt fyrr en verkinu er lokið. Pabbi Kjárr hefur til dæmis aldrei skilið þetta. Ég geng á einhverri draugaorku, dauð í augunum þangað til verkinu er lokið og þá verð ég bara veik á eftir. Fæ flensueinkenni og hita. En ég sé þetta ekkert breytast…ég meina, þú getur ekki bara hætt að þeyta rjóma í miðju kafi? Það er bara ekki hægt. Ég hef prófað.

En já. Þegar ég mætti á skrifstofu sálfræðings var að hefjast námskeið í sjálfstrausti  og það fyllti mig auðmýkt. Við höfum öll okkar djöful að draga. Þú gætir verið að díla við tilfinningar sem þú skilur ekki því þær spruttu úr óöryggi sem kviknaði þegar pabbi þinn var að kenna þér að vera ekki hrædd við vatn með að sprauta vatni framan í þig þangað til þú hættir að kveina. Svona smáhlutir geta haft áhrif löngu seinna og þegar ég sá þessar gullfallegu, sætu og vinalegu konur fara á þetta námskeið brotnaði hjarta mitt smá. Æh…maður gerir alltaf ráð fyrir að fallega fólkið sé meðetta en allir eru mannlegir.

Nú hef ég verið mjó í kortér og þá fannst mér rassinn allt of flatur, brjóstin láku niður á hné og menn spurðu mig bara hreint út hvort ég væri veik. En það var bara miklu auðveldara að vera til líkamlega séð. Núna er ég andstutt og allt er aðeins erfiðara og bumban er fyrir mér þegar ég beygi mig niður. Eini kosturinn er að ég er með frábær brjóst. Elska þessar júllur. Þær heita Björk og Madonna og ég get svariða ég hef saknað þeirra. Næst þegar ég verð mjó ætla ég að halda í þær. Þær eru vinkonur mínar. Hmmm… kannski hef ég verið að hlusta of mikið á Dolly Parton síðustu daga.

Ég á að einblína á það góða í mér. Leggja hönd á hjartastað og tala við sjálfa mig af mildi…

Fertugri er fuck all fært

Ég held að ég sé ekki á réttum lyfjum. Ég er ennþá að upplifa einhverjar andsk. dýfur og þoli það ekki. Finnst svo óþægilegt að sitja bara og stara. Flyt í nýja íbúð eftir 10 daga og er að ákveða hvað ég á að taka með mér. En stundum ligg ég bara og allt flýtur bara fram hjá. Eina sem kemur mér af stað eru börnin.

Ég hélt alltaf að ég yrði með allt á hreinu þegar ég yrði fertug. Og núna er tæplega mánuður í fertugsafmælið, ég skilin, aftur orðin feit og með hjartað í hálsinum og 100 í púls á hverjum degi. Held að streita, kvíði og þunglyndi sé eitthvað svona catch22. Eitt leiðir af öðru og orsök og afleiðing er í einhverjum hókípókí í hausnum á mér.

Ég þurfti að taka róandi þegar ég fór að hugsa um afmælisveisluna sem ég ákvað fyrir löngu að halda. Ég meina…ég kann að halda afmæli. Ég er forstjóri Smáveislna for crying out loud. En sko… svo fattaði ég að þar þarf ég ekki að hafa áhyggjur yfir hverjum er boðið og hver myndi koma. Og það er algjör fokking tremmi. Þannig að ég hætti bara við. Setti samt status á Facebook:

Ég vildi að það væri bara hægt að leigja Ævintýraland með pítsu og kók og bjóða öllum bekknum fyrir fullorðinsafmæli líka. #fertugsafmæli#kvíði

Og einhvernveginn föttuðu allir hvernig mér leið og ég fékk hjálp og ráð og þá leið mér náttúrlega eins og kjána yfir að höndla ekki eigin veislu verandi forstjóri Smáveislna skiluru…  Held að þetta sé vandamál margra sem áttu ekki einn besta vin í barnæsku. Ég átti alltaf vini sem áttu annan besta vin. Var alltaf auka. Mátti sosum koma með en það skipti engu máli hvort ég kæmi eða ekki. Engum datt í hug að gæsa mig áður en ég gifti mig. Einu sinni hélt ég partý sem stakk mig af á leiðinni í bæinn. Einu sinni var mér boðið í hallóvíndinner í búning og þegar ég mætti var enginn heima. En svo var mér boðið í svaka flotta veislu fyrir þremur árum. Veivei. Ég spurði veisluhaldara eftir peppmynd í aðdraganda veislunnar hvort þetta væri ljótufatapartý. Svo var ekki. Ég baðst afsökunar með stærsta facepalmi í heimi en frétti svo nýverið að veislan hefur verið árleg síðan þá. Mér var bara ekki boðið.

En já. Ég var í þann mund að sætta mig við rafrænt afmæli þegar eldgömul vinkona sem ég hef ekki hitt almennilega í mörg ár sá ekkert því til fyrirstöðu að búa til afmæli fyrir mig. Hún er nýbúin að halda fermingu og er enn með stólana heima og ég veit ekki einu sinni hverjum er boðið. Hún hringdi bara til að festa þetta og sagði…“hei, það er komin event og ég sé bara um þetta. Þú bara mætir.“ Ég fór náttúrlega að kjökra eins og kelling og vissi ekkert hvað ég átti að segja. Ég er ennþá að ná utan um góðmennskuna og er svo þakklát fyrir að fá að njóta félagsskaps óvæntra vina á afmælisdaginn minn. Ég er nefnilega svolítið mikið afmælisbarn. Þetta er besta afmælisgjöf í heimi. Þetta er besta gjöf í heimi. Takk Þórlaug!

Undirmeðvitundin on fire

Í gegnum árin hefur mig dreymt mjög reglulega að ég sé hálflömuð. Ég er ótrúlega aum, auðþreytt og get labbað mjög hægt. Er að pína mig áfram. Auðvitað legg ég enga merkingu í drauminn þar sem ég get rétt ímyndað mér hvað undirmeðvitundin er að reyna að segja mér. En í nótt… þá var ég í fyrsta skipti að leita lausnar. Ég var á fullu í draumnum að reyna að finna lækni sem gat hjápað mér. Ég var í fyrsta skipti að leita lausnar.

Veiveivei. Ef ég er að verða minni aumingi í draumunum mínum þá er ég mos def minni aumingi vakandi? Right? Jú… ég held það. Draumfarir geta verið mjög ógnandi þegar maður er að ganga í gegnum eitthvað stórt. Um daginn var ég í flugslysi… ég sat á sæti sem brotnaði af flugvélinni og hrapaði niður. Svo stoppar tré flakið og ég nem staðar millimetrum frá heimilisglugga. Inni sé ég um 2 ára gamalt barn sem horfir á mig meðan restin af fjölskyldunni tekur ekki eftir mér. Ég banka á rúðuna í augnablik, næ að vara alla við…barnið er hrifsað upp í öruggt skjól og ég vakna við að smallast í gegnum rúðuna. Eigum við að ræða þetta eitthvað? Ég kaus að skilja þetta þannig að þó svo að ég sé í einhverju dramakasti yfir flutningum, peningum, skilnaði, kvíða og þunglyndi þá mun ég allavega alltaf sjá vel um börnin.

En djöfull er óþægilegt að komast ekki úr sporunum…. men.

Áfram með lífið…

Kominn apríl og ég er ennþá þunglynd. Hvað er það? Einn daginn er ég alveg meðetta og viss um að ég geti tæklað heiminn á núlleinni og svo næsta dag er ég viðkvæmari en tár í trylltu roki. Ég get varla hugsað vikurnar sem ég er með börnin og þarf 12 tíma svefn þegar pabbavikan byrjar.

Nýtt umhverfi hjálpar mér alveg rosalega og ég hef verið að hjálpa vini mínum aðeins og bara að vera í kringum einhvern sem notar orðin sín vel og er bara alltaf blaðrandi um hvað allt er frábært gefur mér rosa mikið. Líka að hann er þakklátur hjálpinni… hann gerir sér náttúrlega enga grein fyrir því að hann er að hjálpa mér meira.

Ég er svolítið að hugsa um Marie Kondo þessa dagana þar sem ég hef verið að pakka ofan í kassa og það er mér frekar erfitt að segja nei við fólk sem er að bjóða mér húsbúnað. Mér finnst bara ógeðslega erfitt að segja nei. En ég er meðvituð um það og ætla bara að hafa hluti á heimilinu mínu sem veitir mér og mínum gleði…does it spark joy?

Ég hefði aldrei trúað hvað sálfræðimeðferð gæti gert manni gott. Ég hélt að ég væri alveg með þetta hafa verið í 12 spora samtökum í áratug næstum því. En nei… það sem er að hrjá mig er grafið svo djúpt og það er mikil vinna að komast til móts við sjálfshatrið og trúa því að ég sem einstaklingur er alveg nóg. Ég er nefnilega nýfarin að heyra orðræðuna mína… ég trúði því að ég væri aldrei að tala sérstaklega ljótt til mín. Ég mundi ekkert eftir því þegar ég var í sjálfsmatsnámskeiðinu. Þúst… ég var aldrei að hugsa: „Dæmigert…alltaf þarf ég að gera svona. Nú hata þau mig.“ Eða að þora ekki að mæta í partý og eitthvað. Svo eftir að ég fór að leiða hugann að núvitund og bara að æfa mig í að vera þá heyrði ég þetta allt í einu. Og ég trúði því varla. Æ, þetta er rosa skrýtið eitthvað.

Kannski leggur fólk mismunandi meiningar í núvitund en fyrir mér hefur það einfaldlega verið tól til að heyra í sjálfri mér. Heyra, greina, skilja og díla. Stundum er ég svo hissa á hugsunum mínum að mér finnst ég verða að skrifa þær niður. Enginn á að vera svona vondur. Ég myndi aldrei verða vinkona mín ef ég væri ekki ég. Maður á ekki að eiga vini sem tala ljótt til manns. Og ég ætla að nota þessa vitneskju og segja börnunum mínum daglega hvað það er sem gerir þau frábær. Vera vocal. Nota orðin. Því ef þau eru eitthvað eins og ég þá þýðir þögn sko alls ekki samþykki. Þvert á móti. Þetta þýðir samt ekki að ég sé í endalausri örvæntingarfullri leit að samþykki annarra… ég komst að því á mínu korteri á tinder að það er ekki málið. En ég þrái smá sátt við sjálfa mig og að komast yfir þessa tilfinningu sem ég hef haft frá barnsaldri að vera ekki nóg. Ég er aldrei nóg. Alveg fín stundum en alltaf soldið glötuð. Æ fattiði…