Sagan um Underworld #10 – endirinn

Mér hefur fundist gaman að lesa þetta gamla stöff sem ég skrifaði um Underworld ´98 og naut tónleikanna um daginn til hins ýtrasta. Hér er vídjó sem ég tók á Sónar og svo síðasti kaflinn sem var endirinn á bókinni.

 

……

  • You obviously liked the show.

Svo förum við eitthvað að tjatta og ég segi honum frá Darren Price brandaranum og hann býður mér drykk. Svo stekkur hann eitthvað í burtu og ég sit með Tinnu á barnum hjá Brecht þegar hann mætir aftur:

  • Elísabeth of Iceland. Meet Darren Price. The real one.

Jöminn einasti. Nei, nei … þá er hann búinn að segja öllu krúinu að ég hafi átt kærasta sem þóttist vera Darren Price og öllum finnst þetta voða fyndið. Ég veit ekki alveg hvort ég á að skammast mín eða hvað en gleymi því um leið og Darren vill kynna mig fyrir Underworld. Þá eru þeir í einhverju svona extra vip herbergi þar sem fáir útvaldir mega fara. Jei. Grúppía lífsins á ný. Þeir sáu mig náttúrulega allir slefandi fyrir framan sviðið þannig að ég hef eiginlega ekkert kúl til að halda uppi og verð bara öll feimin. Langar líka bara mest að tala við Darren sem er með æðislegasta breska hreim í heimi. Djöfull er hann kynþokkafullur.

  • So how long did you date that other me?
  • Couple of days. We didn´t really talk much. Then I found your pic on the web and rushed to him and dumped him for being a nutter.

Eftir megalangan tíma af spjalli og daðri vil ég fara að dansa en það eru einhverjir Metalheadzgæjar að spila. Mér til ánægju og yndisauka vill Darren koma með mér. Jei. Við förum inn í salina og ég missi andlitið í hverjum sal. Það eru þrír plötusnúðar að spila og ég þekki þá alla. Matrix, J-Magic og Ed Rush. Ég var eins og bjáni.

  • Nei, glætan. Er þetta Ben? Jöminn! Er Jamie líka að spila hérna … hahahha … og hinn Jamie.

Sagði þetta sko allt á íslensku og Darren var ekki alveg að fatta en held að honum hafi fundist ég soldið kúl þegar ég þekkti þá alla. Samt þekki ég þá eiginlega ekkert sko, hitti þá bara alla í fyrra þegar þeir komu til Íslands að spila fyrir Skýjum Ofar sem Eldar og Addi vinir mínir eru með. Ég er svona plötusnúðaböddíinn alltaf þegar þeir flytja eitthvað inn … J Majik mundi nú ekki eftir mér en hinn Jamie, Matrix og Ben eða Ed Rush heilsa mér eins og aldagömlum vini. Við ákveðum að staldra við þar sem Ben var að spila og Darren vippar sér aftur upp á svið og spjallar eitthvað meira við hann. Stekkur niður til mín og tekur utan um mig og mér verður allri heitt. Darren Price heldur utan um mittið á mér og hvíslar í eyrað á mér með þessum guðdómlega hreimi:

  • This is for you.

Í því byrjar geðveikasta útgáfa af “Moaner” sem ég hef heyrt, ljúf og dreymandi án allrar hörku. Hann rennir peysunni minni alveg upp að höku og tosar mig til sín á rennilásnum, kyssir á mér hökuna … fiðrildasprengjur í maganum … kyssir á mér neðri vörina … gæsahúð á hnakkanum … “Moaner” … við kyssumst og tilveran verður taktföst á ný.

 

Auglýsingar

Sagan um Underworld #9

…En hann er hress og segist heita Michael og þá leyfi ég honum að halda áfram að vinna. Belgabjánarnir taka loksins við sér þegar “Born Slippy” hljómar og fara eitthvað að tjútta og skála en hingað til höfðum við Tinna verið þær einu á útopnu. Eftir hittarann kemur svo eitt uppáhaldslagið mitt á plötunni, “Push upstairs” og ég dansa sem óð en svo er þetta búið. Glætan. Við öskrum og veijum og veinum þangað til þeir birtast aftur og þá spila þeir lag sem ég þekki ekki þannig að ég nýt þess bara að standa og horfa á síðustu myndirnar á skjánum fyrir ofan söngvarann. Og viti menn … “Moaner” byrjar. “Moaner” er kynþokkafyllsta lag í heiminum. Þetta er geðveiki. Ég fæ mér poppers … og aftur … og sé sætan strák … og poppers … og kyssann … Moaner

full moon full moon full moon full moon full moon

boys boys boys boys

cross crossway crossway boy

down on the waterfront

… sviti … koss … poppers. Þetta eru bestu tónleikar sem ég hef farið á um ævina. Underworld. Eftir tónleikana er svo haldið í eftirpartýið á AB og ég veit ekkert hverjir eru að spila einu sinni. Arna sagði bara að það væru einhverjir Jungle-dídjeiar og mér er nokk sama eftir þetta ævintýri. Við hringjum í Örnu á leiðinni og hún hittir okkur á Le Coq með passana. Þegar við erum að troðast inn hitti ég myndatökumanninn Michael í röðinni…

Sagan um Underworld #8

Ég bjóst við miklum nýlistartónleikum þar sem þeir myndu eiginlega bara taka lögin af Beaucoup Fish en þetta er bara of gott. Þeir taka öll bestu lögin af ferlinum og blanda þeim saman á snilldarlegan hátt. Maður er að tapa sér yfir rómantíkinni í “Skym” en þá er það allt í einu orðið “Pearl´s Girl” án þess að maður gerir sér grein fyrir skiptingunni. Tinna er þefa yfir sig af popperflöskunni sinni og búin að eignast fjóra vini sem vilja vera memm í því tjútti. Ég stari á sviðið og slefa þegar “King of snake” byrjar. Djöfull er þetta flott band. Að vísu er einn gæi í pyttinum með kameru sem er alltaf að trufla mig smá. Ég er sú eina þarna fremst sem slefa og honum hefur fundist það eitthvað sniðugt og það er alveg þrisvar sem ég er með lokuð augun og opna þau með myndavélina upp í mér. Ég er farin að baða út höndum eins og poppstjarna eftir 5 lög…..

  • Stop filming me.

Sagan um Underworld #7

Eftir matinn liggur leið á síðustu tónleikana mína í Brussel og eru það engir aðrir en snillingarnir í Underworld sem gegna því veigamikla hlutverki. Og viti menn, Darren Price er að spila með þeim! Ég hlakka ekkert smá til að sjá hann. Ætli vonnabí Darren Price verði á svæðinu … djöfull væri það nú fyndið. Arna nennir ekki á Underworld og ætlar bara að hitta okkur í Metalheadz-partýinu sem er á eftir. Síðasta grúppíupartýið … andvarp. Tinna kom með tvær poppersflöskur þannig að við erum í sjúklega góðu stuði á Underworld sem halda tónleikana á sama stað og Beastie Boys voru nema núna snýst sviðið ekki og maður fær tónlistina beint í æð. Þeir eru með ógeðslega flott myndband í gegnum alla tónleikana og goð fæðast í hjarta Lísu. Er náttúrulega búin að mergsjúga Beaucoup Fish og kann öll lögin út í gegn, orð fyrir orð, takt fyrir takt, lúppu fyrir lúppu og þetta eru án efa bestu tónleikar dvalarinnar. Eftir smá bið kemur Darren Price á sviðið og spilar smá intró meðan fólkið er að komast í gírinn og svo birtast hetjurnar um leið og fyrstu tónar “Cowgirl” af Dubnobasswithmyheadman hljóma. Inn í það lag blandast svo “Spoonman” og við förum öll á flug.

im the spoonman

talks to god

transfusion

penetration

Ömurleg vinnubrögð LÍN

Hæ.

Eftir hatramma baráttu fékk ég undanþágu afborgana í september á námslánum mínum enda á endurhæfingalífeyri, einstæð með tvö börn og búin að vera í veikindaleyfi frá áramótum. Lín sá ekki að ég væri í fjárhagsörðugleikum þrátt fyrir greiðslumat frá banka og umboðsmanni skuldara. Það var ekki fyrr en umboðsmaður skuldara skrifaði bréf með orðunum „við mælum með að hún fái undanþágu“ sem ég fékk undanþágu. Allt í orden. Ókei. Rosa vinna.

Nú, hálfu ári seinna þarf ég aftur að sækja um. Aftur fæ ég bréf um að LÍN sjái ekki að ég sé í fjárhagsörðugleikum og ég þarf aftur að senda alla þessa pappíra. Sem ég er búin að senda áður. Ekkert hefur breysts. Greiðslumatið gildir til október 2018.

Það þarf svo sárlega einhvern verkefnastjóra til að taka þetta batterí í gegn og aðlaga ferlana þannig að hægt sé að skipuleggja fram í tímann og ekki tví og þrívinna hvern einasta „viðskiptavin“. Mér finnst eins og það sé verið að pissa peningum í vindinn með hverjum einasta pósti sem ég fæ frá þessu liði. #fokklín

Jói Pé og Króli

Fór með synina á tónleika. Við vorum á fremsta bekk. 3 ára Kjárr settist aldrei niður. Hann hljóp um dansgólfið fram og til baka, fram og til baka og aftur og aftur og aftur. Hann var Super Mario með Oddisseyhattinn og skaut eldi út um allt, tók ímynduðu húfuna af og henti henni að áhorfendum og greip hana og hrópaði Vúhú! Eins og Mario. Hann var einn í esinu sínu og tónleikarnir ekki einu sinni byrjaðir.

Svo komu Jói Pé og Króli á svið og Króli sagði áhorfendum hvað Patrekur væri frábær og að hann væri nýi besti vinur hans. Grúppíuhjartað mömmunnar tók kipp. Þegar fyrsta lagið var búið hljóp PK til mín og æpti yfir allt að hann hafi dansað svoooo vel. Þegar annað lagið byrjaði gat eldri Kjárr ekki setið á sér lengur og fór að dansa líka eins og hann ætti lífið að leysa. Þetta voru bestu tónleikar ævi þeirra. Þeir sungu með öllu og skemmtu sér svo rosalega vel… Króli talaði líka alveg fullt við alla krakkana og þetta var allt alveg yndislegt.  Þeir voru hógværir og krúttlegir og ef ég væri 20 árum yngri væri ég svoooo skotin í þeim. Djók…er geðgt skotin í þeim.

 

Sagan um Underworld #6

Eins og mér hefði ekki verið skítsama þó hann væri einhver lólæf plötusnúður sem spilar bara á Fuse (teknóklúbburinn í Brussel). Til hvers var hann að ljúga? Ég skil þetta engan veginn og hann dró mig út um allan bæ til að reyna að sanna hver hann væri því auðvitað átti hann engin skilríki. Svo þarf ég náttúrulega að gista hjá honum aftur því ég kemst ekki heim fyrr en með fyrstu lest um morguninn og ég nennti ekki að ráfa með honum alla nóttina á milli staða þar sem hann hefur spilað. Svo vaknaði ég og fór án þess að yrða á hann. Djöfuls kríp. Djöfuls myndarlega kynþokkafulla kríp.

Nú er ég sko hætt í strákastandi. Nú ætla ég að einbeita mér að minni innri fegurð og verða betri manneskja. Hætta öllu svona bulli og fara að semja ljóð og mála myndir. Æ, samt er ég eitthvað svo ástsjúk……..nei! Ekkert svona. Ég er sjálfstæð og mig vantar engan kærasta, ég á fullt í fangi með sjálfa mig. Nú getur þetta bara orðið betra. Horfi fram á veginn og hætti öllu veseni.

Sagan um Underworld #5

Lygin
Já, svona geta ástarævintýrin verið stutt. Fór til Darren á mánudaginn eftir vinnu og við fórum út um allt og reyndum að rabba saman. Gerðum samt miklu meira af því að kyssast og plana lífið. Svo fór Lísan að hugsa:

– Af hverju er hann ekki betri í ensku fyrst hann er búinn að vinna með Bretum í tíu ár? Hvað er hann að gera hér núna fyrst að það er verið að bíða eftir honum í New York?

Allir vinir hans eru orðnir vinir mínir og allir vinir hans kunna betri ensku en hann. Mér finnst þetta meira en lítið skrýtið því meira sem ég pæli í því og þegar ég spyr hann út í þetta þykist hann ekkert skilja hvað ég er að fara. Á miðvikudaginn er ég nú ekki að trúa orði sem hann segir og leita í tvo tíma að myndum af Darren Price á netinu. Finn þær. Darren Price er ekki kærastinn minn. Og ég búin að segja öllum heima á Íslandi að ég sé búin að finna eiginmann. Ég er svo gáttuð að ég fer á fyllerí og fyrsta trúnóið með Kristrúnu sem segir mér að henda honum í ruslið. Til að ná meiri áttum kom Gulli Guðmunds til hjálpar og gaf mér kraft.

Til að uppfylla þarfir þínar þarftu að eiga vini sem eru sjálfstæðir og heiðarlegir gagnvart sjálfum sér og koma hreint fram í samskiptum sínum við þig.

Þá er Darren eða hvað hann nú heitir út úr myndinni og ég hitti hann í síðasta skiptið á föstudaginn. Mætti á stefnumótið frekar fúl eins og gefur að skilja og spurði hann út í málið og þegar hann þykist ekkert skilja kasta ég myndum af Darren Price í hann.

  • Hver er þetta þá??? Þetta er fokking Darren Price! Fæddur í  Woking í Englandi og þú talar varla ensku!!!

Sagan um Underworld #4

Mér fannst mjög fyndið að horfa á svipinn á þeim þegar ég labbaði með strákunum út í gærkvöldi. Þær örugglega svona 18 ára og sjúklega sætar, búnar að vera breimandi allt kvöldið og svo standa þeir bara upp og pikka upp einhverja beyglu úti í horni sem var að lesa bók. Þeir fengu fokkmerki og læti frá þeim sem sýnir kannski ástæðu þess að þeir létu sig hverfa. Þá sagði svertinginn að fokkgellan væri skotin í Darren en hún væri bara ung og vitlaus, ég fílaði mig sem töffarann á staðnum. Jei. Svo hélt Darren utan um mig í alla nótt og hann er með yndislega djúpbrún augu…….vá, ég var að tapa mér. Ég gæti horft á hann heilu dagana en ég ætla að passa mig á að verða ekki eins og Kata klikk. Hún hættir ekki að eiba á keisinu.

Hreyfiseðill

Ég sendi kvörtunarbréf til VIRK. Ráðgjafinn minn gaf villandi heimildir varðandi EMDR meðferðir og nú þegar ég er búin að nýta alla tiltæka hjálp hjá VIRK kemur í ljós að það eru þónokkrir meðferðaraðilar sem veita þessa þjónustu. Finnst það svolítið skítt þar sem ég óskaði eftir því sérstaklega á okkar fyrsta fundi 6. janúar 2017. Og nú þegar ég hef farið í fullt af HAMtímum sem höfðu lítið sem ekkert að segja er ég að telja krónurnar til að komast á eigin vegum í EMDR en það er fokk dýrt, 16000 kr. tíminn og helst þyrfti maður að fara einu sinni í viku. Það er alveg 64000 á mánuði. Það er kreisí og ég hef ekki efni á því.

Súlurnar eiga allar að vera grænar eftir þrjá mánuði

Þannig að ég þarf að feisa þá staðreynd að ég þarf að fara að hreyfa mig til að kickstarta eigin hamingjuhormónum. Bað um hreyfiseðilinn.  Þarf að halda púlsinum yfir 135 í 170 mínútur á viku í þrjá mánuði samfleytt. Ef ég næ þessu samfleytt þá eru miklar líkur á að líkaminn fari að kalla á hreyfinguna. Mig dreymir um það ástand. Og eftir 6-8 vikur þá mun þetta hafa góð áhrif á sykursýkina, kvíðann, þunglyndið og nottla offituna. Djöfull er leiðinlegt að vera svona feitur.

Stundum er ég á þeim stað að vilja ekki vera til en oftar er ég á þeim stað að eiga bara heima í sýndarheimi. Ég er að gera vef fyrir dýralækninn minn og ég tapa mér svo í því vegna þess mér finnst þetta svo skemmtilegt. Svo allt í einu eru liðnir 5 klst og ég lít upp og þá hellist raunveruleikinn yfir mig og ég þoli ekki að vera með þennan líkama og þetta umhverfi. Allt var bjart í vefheimum en allt er ömurlegt í raunveruleikanum.

En það er dagamunur. Er oftast bara ágæt þessa dagana sko. Skráði mig á tvö námskeið í opna háskólanum og allt. Jei.