Óvænt erfiði

Ég bjóst ekki við að eiga bágt um jólin. Gerði það alveg ekki. Hlakkaði til að eiga gömlu góðu jólin með foreldrum mínum og bróður. Svo var ég svo hamingjusöm og vongóð um að þetta myndi bara allt vera í lagi. Fékk smá tilfinningabakslag. Svo annað. Og annað þangað til ég gerði mér loksins grein fyrir að ég væri að arka niður villigötur. Nú er ég búin að ná því og ég get bara horft á kertaljós, hlustað á fallega tónlist og grátið. Ef ég er ekki að gera það þá er ég dofin að stara út í loftið. Ég gaf börnunum mínum ekki þau jól sem þau áttu skilið. Ég er sorgmædd yfir því. Fjölskyldan mín gaf mér eins falleg og góð jól og þau mögulega gátu. Ég elska þau svo svo mikið og mér þykir hræðilega leiðinlegt að vera svona. Ég fór ekki í karókíið. Ég fór ekki í matarboð. Ég hitti ekki DAMvini mína. Ég faldi mig bara. Ég vona að næstu jól muni hafa minni áhrif á mig. Ég vona að mér batni á næsta ári.

2017 má hoppa upp í rassgatið á sér.

Ein athugasemd á “Óvænt erfiði

  1. sammála 2017 má hoppa upp í rassgatið á sér 🙂

Hvað finnst þér?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s