Síðasti DAM tíminn

Er öll að peppast upp bara. Sem er gott. Fór í síðasta DAM tímann og það sem mér þykir vænt um hópinn minn er held ég frekar einstakt. Við erum 11 manns á bókstaflega öllum aldri og náum þvílíkt saman að við getum ekki hætt að hittast þó að námskeiðið sé búið. Ef ykkur býðst að fara á DAM námskeið hjá Margréti Bárðardóttur þá mæli ég eindregið með að stökkva á þá lest.

Það sem ég hef helst notað úr námskeiðinu er að fara yfir það sem veldur mér uppnámi og horfa hlutlaust á það. Ekki dæma tilfinningarnar því þær eiga rétt á sér. Allar tilfinningar eiga rétt á sér því við fáum þær en svo er bara málið hvað maður gerir við þær? Eibsjittar maður í reiði og æpir á viðkomandi eða internetið?

Queen B sagði „im not gonna dish you over the internet, cuz my mama taught me better than that.“ ótrúlegt að ég hafi ekki staðist það eins mikið og ég er með þessa línu á heilanum. Sjæse. En ekki meir. Neibb. Nú er ég bara búin að loka blogginu og er að tala um eitthvað allt annað en það sem gerði mig tjúll fyrir nokkrum mánuðum.

En já, tilfinningarnar.

Hlutverk tilfinninga er að hvetja okkur til að bregðast við einhverju. Þær spara tíma til að bregðast hratt við í mikilvægum aðstæðum. Þetta er beisikklí forritað inn í líffræðina. Fight or flight. Ég man þegar mamnma vaknaði ekki einu sinni úr sykurfalli að þá var ég on it alveg þangað til hún var komin í lag, ég mætti í vinnuna, kláraði morgunverkin og um leið og það kom pása í vinnunni brotnaði ég. Fór inn á baðherbergi skjálfandi eins og hrísla og hágrét yfir „hvað ef“ spurningunni stóru. Ég var mjög þakklát fyrir að hafa ekki frosið en það hefði alveg eins getað gerst.

Við sýnum líka tilfinningarnar framan í okkur en við erum kannski ekki eins góð í að lesa andlit og við höldum. Sá sem er óöruggur les oft kolrangt úr viðbrögðum annarra. Og ef samskipti bera óþægilega þyngd fortíðarinnar þá getur tónn sagt miklu meira en orðin sem eru sögð. Stundum vill maður halda friðinn en tónninn kemur upp um mann og þá verður til einhver kergja.

Hnúturinn í maganum er tilfinning sem gæti gefið okkur mikilvægar upplýsingar um staðreyndir en gæti líka verið ótti við það sem koma skal og sagt absolútt ekkert rétt um upplýsingarnar sjálfar.

Vandamálið hjá mér hefur verið að láta sem tilfinningar séu vísbendingar um staðreyndir. Tilfinningar eru engan veginn staðreyndir. Ef ég er óörugg þýðir ekki að ég sé óhæf. Þess vegna þarf ég að skoða betur hvað gerðist á undan ákveðinni tilfinningu.

  • Hver var kveikjan að tilfinningunni, hvaða atburður átti sér stað sem kom tilfinningunni af stað?
  • Gerðist eitthvað rétt áður sem gerði mig viðkvæma fyrir atburðinum? (Var ég svöng eða þreytt?)
  • Er hægt að túlka atburðinn eða var þetta eitthvað mjög beisikk?
  • Hver var líkamleg upplifunin? Varð mér heitt kalt? Fékk ég fiðring eða hnút?
  • Hvert var viðbragðið? Hvað vildi ég gera eða segja?
  • Hvað sagði ég?
  • Hvað gerði ég?
  • Hver voru eftiráhrif tilfinningarinnar? Hugarfar? Komu aðrar tilfinningar í framhaldi? Þurfti ég að bregðast við því sem ég hafði sagt í viðbrögðum mínum við tilfinningunni?

Það er ógeðslega gott að skoða þetta þegar maður er að díla við eitthvað sem er að bera mann ofurliði.

Og í næsta tíma ætlum við að skoða hvernig við tékkum staðreyndir 😉

 

Hvað finnst þér?

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s