Um mig

Ég er fertugur bókmenntafræðingur með kennsluréttindi og hef unnið í tæknigeiranum síðustu ár. Hef metnað fyrir góðu málfari, faglegum vinnubrögðum og elska að miðla upplýsingum á skemmtilega skiljandi hátt. Hvort sem það er vef-, verkefna- eða viðburðarstjórn þá er ég á heimavelli. 

Ég er karókísöngkona með búningablæti og að sögn tveggja drengja; besta mamma í heimi! Ekki það að ég sé að monta mig en þúst… ég er frekar mikið góð mamma.

 

Stofnaði Kóder með vinum árið 2016. Kóder eru félagasamtök sem hafa það að markmiði að koma forritunarkennslu í grunnskólana. Við höfum haldið námskeið fyrir kennara, bókasöfn, félagsmiðstöðvar og opin námskeið fyrir rúmlega 2000 börn úti um allt land. Við erum ekki rekin í hagnaðarskyni og öll vinna mín fyrir samtökin er í sjálfboðavinnu. Ég er upplýsingahönnuður og gjaldkeri félagsins. Lógóið hannaði Ragnar Freyr.

Ég föndra fyrir börnin

Ég er Dj. Mammadjamm

dj-1

Börnin okkar

Fjölskylduöppin fást í iTunes

1097631_614088838635876_1372246930_o  1658471_1416727505240691_1391534948_o

Ég sé um partýundirbúninginn

smaveislur

CV

intro

Rithöfundur

betarokk

„Það afreka ekki margar bækur það að hleypa af stað hatrömmum deilum áður en þær koma út. Það tókst nú samt bók Elísabetar Ólafsdóttur (Betu rokk), Vaknað í Brussel. Deiluefnið er gamalkunnt; sjónarmið markaðslögmálanna gegn hinum listrænu gildum. Bilið milli markaðarins og listarinnar eru hins vegar yfirleitt frekar illgreinanleg.“– bókabloggið

„Áhrif útgefanda á bókaútgáfu

Ég finn mig knúna til að byrja þessa umfjöllun á því að rifja upp dálítið fjaðrafok sem varð í kringum jólabókaflóðið í fyrra, og fór fram á vefritinu Kistan.is, en þar rauk kappsfullur rithöfundur upp til handa og fóta og ávítaði mjög kvenmannsbelg nokkurn, sem hann áleit hafa vegið að sér. Stúlkan hafði reyndar ekki á beinan hátt veist að manninum, heldur lá vandinn í því að með – þá enn óútkominni skáldsögu sinni – þótti rithöfundinum sem væntanleg útgáfa þessi væri á einhvern hátt lítilsvirðing við, ja nú man ég bara ekki alveg, íslenskar bókmenntir? bókmenntir almennt? en allavega ýmsa ónefnda höfunda sem ekki fengju bækur sínar útgefnar hjá forlögum, þrátt fyrir að vera fullkomlega boðlegir. En hér er ég auðvitað að tala um skrif smásagnahöfundarins Ágústs Borgþórs Sverrissonar um skáldsögu Elísabetar Ólafsdóttur, Vaknað í Brussel.“ – Úlfhildur Dagsdóttir 2003

Viðtal á Mbl.is

Níðljóð um mig sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 23. nóvember 2002

screen-shot-2017-02-26-at-02-56-07

Dómur úr Veru

Í tilefni útgáfunnar gerði ég rapplag með afkvæmum Guðanna en tónlist spilar stóran sess í bókinni. Lagið er úr einum kafla bókarinnar.

Tónlistarkona

Syng reglulega í karókí.

Gaf út myndband við lagið Vaknað í Brussel í tengslum við útgáfuna.

Var í hljómsveitinni Á túr. Við lentum í 2. sæti Músíktilrauna 1996 og gáfum út plötuna Píka í framhaldi. Fengum þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna 1998

Dómur um plötuna:

Beitt kímni

Geisladiskur PÍKA

Píka, hljómplata hljómsveitarinnar Á túr. Á túr skipuðu Elísabet Ólafsdóttir söngkona, Kristbjörg Kristjánsdóttir sellóleikari, Fríða Rós Valdimarsdóttir hljómborðsleikari og Birgir Örn Thoroddsen slagverkleikari. Þeim til aðstoðar voru Ólafía Erla Svansdóttir flautuleikari og Drífa Kristjánsdóttir sem syngur í einu lagi. Hljómsveitin semur saman öll lög en Elísabet semur texta. Smekkleysa sm/ehf. gefur diskinn út. 24,20 mín.
HLJÓMSVEITIN Á túr vakti mikla athygli þegar hana bar fyrst fyrir augu og eyru á Músíktilraunum fyrir tveimur árum fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan, einkar kraftmikinn söng og tilfinningaríkan og texta sem voru ögrandi uppskurður á viðteknum gildum og venjum. Skammt er síðan sveitin sleit svo samstarfinu, ekki síst vegna þess að liðsstúlkur voru á förum til langdvalar erlendis, en áður en af því varð sendi hún frá sér stuttskífuna Píku sem hér er gerð að umtalsefni. Eins og getið er var hljóðfæraskipan Á túr óhefðbundin, selló, rödd og hljómborð, þó stundum hafi slagverk fylgt með. Það mæddi því mikið á söngnum á tónleikum og á skífunni og Elísabet stendur sig þar með mikilli prýði; syngur ævinlega af innlifun og beitir röddinni skemmtilega til að undirstrika inntak textanna, sem eru eftir hana. Eins og fram kemur á textablaði er Píka stelpudiskur með stelputextum og einskonar lokakafli á þroskaskeiðinu stelpa-kona“. Þannig er lögunum skipað niður á disknum að þau segja frá því er stúlka verður kynþroska og síðan frá þroskaferli hennar fram til þess að hún gengur með barn, en í lokin eru tvær merkilegar yfirlýsingar; Menn verða einfaldlega að bera virðingu fyrir mér og Kastrat. Textar plötunnar eru sumir hranalega fram settir, ekki síst til að vekja áheyranda til umhugsunar, en tónlistin er líka vel til þess fallin að ýta við þeim sem á hlýðir, til að mynda á köflum skerandi falskur sellóleikur, mínimalískt píanóspil og hrátt slagverk. Elísabet sveiflar röddinni frá kontralt upp í sópran eftir því sem við á, öskrar, stynur og emjar. Hún syngur til að mynda skemmtilega neðarlega í Feit og falleg, en sveiflar sér svo upp í hæstu hæðir í næsta lagi, Nekt, og spilar þar á raddskalann sem mest hún má. Einnig er vert að nefna afbraðssöng í rokkkeyrslunni Kastrat. Lögin á Píku eru misjöfn að gæðum og gerð, en hafa öll nokkuð til síns ágætis. Best eru lögin Nekt, Menn verða einfaldlega að bera virðingu fyrir mér, sem tekið hefur stakkaskiptum frá því sem var á fyrstu tónleikum sveitarinnar, og Kastrat, afbragðs rokklag með magnaðri keyrslu og takskiptingum, sem eru vel í samræmi við öfgakenndan textann. Besta lag plötunnar er þó Móðir, með frábærlega grípandi klifandi og undirstrikar að Á túr var fráleitt búin að syngja sitt síðasta þegar hún hætti. Vert er að geta umslags plötunnar sem er skemmtileg hugmynd og gengur vel upp. Beitt kímnin sem einkennir plötuna alla gerir sitt til að skipa henni á sess með merkilegustu skífum síðasta árs og væntanlega (vonandi) eiga Á túr-stúlkurnar eftir að láta frekar að sér kveða í íslensku rokki á næstu árum. Árni Matthíasson Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir FRÁ lokatónleikum Á túr en hana skipa Fríða Rós Valdimarsdóttir, hljómborðsleikari, Kristbjörg Kristjánsdóttir sellóleikari, Elísabet Ólafsdóttir, söngkona, og Birgir Örn Thoroddsen slagverkleikari.