Breyttar reglur

Ókei… aðeins breyttar reglur. Sko ef matur er ókeypis… þá má kannski aðeins byrja að borða fyrr. Ókei. Já. Það er góð regla. Ég meina… þegar maður á ekki pening þá er bara algjör vitleysa að fúla við fríum mat skiljiði. Ég meina það meikar bara engan sens. Ekki neinn.

16/8

Það er kominn 11.nóvember og ég er bara alveg búin að standa við það að borða bara milli 11:00 og 19:00. Var í bókaboði og þegar klukkan var orðin sjö passaði ég mig sérstaklega á því að borða ekkert. Hins vegar drakk ég óteljandi vínglös sem endaði á að mér var skóflað í leigubíl á esinu. Það er ótrúlega lítið mál að borða hvorki á morgnana né kvöldin… ég er líka svo lystarlaus vegna lyfjanna held ég að ég borða hvorteðer aldrei því mig langar eitthvað sérstaklega í það. Ég er bara að háma og deyfa og finnst það ekkert skemmtilegt. Og það er gaman að vera með proper kvöldmat með strákunum snemma og eiga kvöldið eftir til að dúllast, lesa og leika.

Nú er semsagt dagur 3 og mér líður bara ágætlega. Er ekki búin að upplifa neina vanlíðan vegna þess að mig langar svo ógeðslega að borða. Veivei.

En nú. Partý með bræðrunum.

 

Neikvæðni

Ég nenni henni ekki. Ég fór til vinkonu minnar í vikunni og fattaði eftir tveggja tíma spjall að ég var mjög neikvæð. Sem er mjög skrýtið því ég þoli ekki neikvæðni. Ég fæ alveg grænar bólur þegar ég les kommentin á hverfisgrúppunni vegna 1200 manna byggðarinnar sem er að koma á Kringlusvæðið. Eða fólk að agnúast út í borgarlínuna. Auðvitað á að þétta byggð á þessu svæði. Helmingurinn bílastæði og sandur meðan fólk er flutt lengst út í rassgat því það eru svo lítil búsetutækifæri í borginni.

Nenniru að hnippa í mig þegar ég er orðin týpan sem vill alltaf hafa allt eins…

Erðanú bloggari

Komnir tveir mánuðir síðan ég skrifaði síðast. Ég var minnt á að sonur minn gæti skaðast af því að gúgla mig og finna bloggið en eftir tveggja mánaða hlé og umhugsun þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það skip er löngu siglt.

Síðustu vikuna er ég búin að sofa of á næturna því ég fékk mér tvo unglinga á heimilið. 5 mánaða gömul systkini sem heita Hekla og Jón. Þau eru kettir. Þau sofa undir sófa á daginn og tryllast úr tjútti á nóttunni. Skjárinn á tölvunni er rispaður og einn kertastjaki er brotinn en annars er bara allt í fínasta lagi nema að sólahringurinn minn er í ruglinu.

Ég tók ákvörðun í nótt. Ég ætla að borða á sama tíma alla daga. Matarvenjur mínar eru gjörsamlega og algjörlega til þess fallnar að ég þyngist og þyngist og ég er komin með upp í kok af þessu rugli.

Ég mun borða milli kl. 11:00 og 19:00 nema þegar mér er boðið í mat. Þetta er ramminn. Ég ætla ekkert mikið að spá í matinn til að byrja með en það gefur augaleið að ég mun borða mun meira prótein til að meika þetta. Hef nú þegar harðsoðið 8 egg og klukkan ekki orðin 8. Haldiða sé. Einn mánuður til að byrja með.

9. nóvember dagur 1.
Ég fer í DAM kl. 10-12 og þegar klukkan verður 11 ætla ég að fá mér eplasneið, appelsínusneið og eina kexköku. Aha. Jebb. Svo eftir tímann fer ég til foreldra minna og ætla að taka með mér í nesti 2 harðsoðin egg, brauð og roastbeefsalat.

Kl. 16 Fæ ég mér eitt egg og kínóagraut og svo fæ ég kannski smá áfengi í bókaboði Jóns og Jógu en Þúsund kossar er að koma út í dag.

Kl. 18 verð ég örugglega orðin úturtauguð og brjáluð yfir að hafa ekki fengið neitt nammi eða morgunkorn og ég get ekki sagt til um hvað ég mun borða þá. Ís kannski.

En já… síðasta vika hefur eiginlega bara átt sér stað í rúminu í sjálfsvorkun vs. sjálfshatri. En það er sosum skiljanlegt. Ég er hætt að reykja og veipið mitt er bilað.

Só long sækós!

Nýr dagur

Sem betur fer er dagamunur á manni. Mamma mín átti afmæli í gær og ég hóaði í smá leyniafmæli fyrir hana. Það var mjög gaman að sjá allar gömlu gellurnar í lífi mömmu hittast aftur eftir allt of langan tíma. Og náttúrlega urðu veitingarnar úr hófi því svo virðist sem allir séu bara hættir að borða sykur. Það er yndisleg þróun… hvort sem fólk er feitt eða mjótt þá eru flestir farnir að skilja að þetta er eitur sem gerir manni ekkert gott.

Ég er byrjuð í þerapíu hjá átröskunarsérfræðingi. Finnst svolítið skrýtið að fara þessa leið eftir að hafa verið í matarfíkla sporasamtökum í 8 ár. Vildi óska þess að ég hefði fundið leið til að samtvinna þetta en ég gat það ekki. Ég trúi því að ég eigi ekki að þurfa að battla skrýmslið þrisvar á dag. Ég vil bara drepa skrýmslið og lifa í sátt við hausinn minn. Hausinn minn er svo beyglaður að þó að ég væri í kjörþyngd þá var ég þunglynd, þreytt og greip það næsta sem ég var ekki nógu góð í til að obsessa yfir. Sama hvernig ég leit út þá fann ég mér leið til að vera ekki nógu góð. Og það kemur úr fortíðinni. Og ég þarf sérfræðinga til að tríta það. Ekki sponsor sem bendir mér á önnur 12 spora samtök þegar ég þarf að ræða málið.

Já, og ég fór og fékk niðurstöður úr innkirtlaprófi. Skjaldkirtillinn á einhverju rófi og þarf að fylgjast með en hann er alls ekki vanvirkur. Og ég gæti fengið einhver lyf en þau munu ekki hjálpa neitt. Ég fór að grenja hjá lækninum. Eða þúst…leka. Ennþá að tala en augun láku. Ég er bara svo búin á því að vera í þessu líkamlega klösterfokki og allar blóðprufur sýna ekki neitt.

En Ragnar bróðir fór að gúgla þennan hraða hjartslátt sem ég er alltaf með. Var með 120 í hvíld í gær en maður á að vera með 60-90 bpm. Ég hef ekkert pælt mikið í þessu. Fékk bara róandi hjá lækni því ég gat ekki sofnað fyrir þessu í febrúar. Fattaði þetta almennilega í kringum skilnaðinn en þá var hvíldarpúlsinn í 115-130. En ég fór að skoða í úrinu mínu sem hefur mælt hjartsláttinn síðan 2015 og ég hef verið með 110 bpm að meðtaltali í hvíldarpúls. Og þá skiptir engu hvort ég er mjó, feit eða ganga í gegnum skilnað, uppsögn eða flutninga.

Þannig að ég er að fara í línurit til Ragnars Dan hjartasérfræðings. Og fer í undirbúning fyrir DAM meðferðina á morgun. Það róar mig einstaklega að vera með næsta skref í leitinni að meininu.

Ekki einskis virði

En ég veit alveg að ég er ekkert einskis virði. Ég keyrði mömmu mína til dæmis í gær. Hún þurfti ekki að taka leigubíl. Það var eitthvað. Svo sé ég um tvö heil börn. Það er alveg fullt. Og ég á alveg ennþá fólk að sem elskar mig. Allavega mömmu, pabba, Ragnar og Þurý og hina Betuna. Þau elska mig. Ég er alveg einhvers virði ég veit það alveg.

Það er bara svo erfitt að vera ekki hádramatískur þegar einhver sem þú elskaðir í áratug snýr sér svona fljótt að öðru til að elska. Það er eitthvað við það… ég næ því ekki alveg en sæll hvað það er að fokka í mér. Og ég vil ekki verða svona sár. Hvernig get ég hætt að vera svona sár?

Rusl er normal

Um daginn fór ég í algjört rusl og var svo hissa að ég var viss um að ég væri með eitthvað sjúklegt hormónaójafnvægi. Fæ að frétta af því á föstudaginn næsta kl. 15. Fór til Páls Svavars innkirtlasérfræðings og hann lét taka fullt af blóði sem er verið að rannsaka.

Nefnilega alltaf þegar ég hef farið til heimilislæknis þá segir hann bara að öll þessi þreyta og ömurlegheit í kringum mig hafi verið því ég var með grindargliðnun frá 10. viku og fékk meðgönguþunglyndi og svo sé bara ógeðslega erfitt að vera með lítil börn í fullri vinnu. Í nokkur ár hef ég fengið svona viðmót. Ég er bara normal. Ógeðslega normal. Við erum allar þreyttar, búnar áðí og þunglyndar meðan við erum að ala upp börn því við þurfum líka að sjá um heimilið. Þettta er bara of mikið álag og normal.

Þegar ég skildi þá fannst mér ég fá frí á vikufresti. Gerði ógeðslega fínt daginn sem strákarnir fóru og lund mín lyftist til muna. Ég fékk kærkomna hvíld.

Og ég hef verið á góðri uppleið. En svo byrjaði fyrrverandi maðurinn minn að deita og tvisvar hef ég reynt að ná í hann þegar hann er með heimsókn. Um daginn var ég að reyna að ná í hann vegna smámáls sem hefði tekið hann 5 mínútur tops að klára.

Ég trúði því engan veginn að hann kaus frekar að koma vel fyrir með heimsókn en að gefa mér 5 mínútur. Lét mig bíða í 2,5 klst eftir að hann vissi að ég væri að bíða svo hún þyrfti ekki að bíða í 3-5 mínútur.

Listi yfir hugsanir og  tilfinningar á meðan ég beið.

 • Von
 • Efi
 • Vanmáttur
 • Reiði
 • Hvað eru þau að gera?
 • Skiptir hún meira máli en ég in the grand scheme of things?
 • Eftir allt sem ég hef gefið honum…
 • Hefur hann engar tilfinningar?
 • Fattar hann ekki að hann er að særa mig?
 • Hvernig getur hann þetta?
 • Sorg
 • Er ég geðveik?
 • Af hverju er mér ekki sama?
 • Af hverju líður mér svona illa?
 • Ógleði
 • Hvað eru þau að gera núna?
 • Hvað er hann að pæla með að deita 25 ára stelpu.
 • Gubb.
 • Þessi tíu ár hafa verið einskis virði fyrir honum.
 • Hvernig getur hann byrjað strax aftur í sambandi?
 • Ég hef verið einskis virði fyrir honum.
 • Ég er einskis virði.

Kæra til málskotsnefndar LÍN

Til málskotsnefndar LÍN. 

Ég hef alltaf staðið í skilum. Í maí sótti ég um undanþágu frá afborgun á vef LÍN. Umsóknin er ekki dagsett á vefnum en eina undanþágan sem ég gat valið um var frá “Fastri afborgun”. Ég var byrjuð að greiða af þessari afborgun enda með greiðsludreifingu.

Ég fékk synjun. Ég fór á fund með ráðgjafa þar sem ég brotnaði niður og gaf hún mér það ráð að biðla til stjórnar. Það geri ég en tek ekki fram um hvaða gjalddaga ég þurfi undanþágu frá vegna þess að eins og kemur fram í bréfinu þá sé ég ekki breytingu á högum mínum meðan ég er í endurhæfingu sem gæti varað út árið 2018.

Í bréfi sem ég fékk frá Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur var mér einungis svarað byggt á fastri afborgun en ekki þeirri afborgun sem var 3. dögum frá því hún skrifaði bréfið. Sú afborgun er tekjutengd miðað við árið 2016, ár sem á ekkert sameiginlega fjárhagslega með 2017 þar sem ég hef misst allt frá og með áramótum. Daginn eftir að ég fékk synjun um undanþágu sem ég skuldaði rúmar 20 þúsund krónur af fékk ég greiðsluáætlun næstu greiðslu sem er um 44 þúsund krónur á mánuði enda tekjutengt við vinnu sem ég missti í maí 2016.

Í bréfinu stendur að “undanþága verði almennt ekki veitt ef árstekjur lánþega eru yfir 3.590.000 kr”. Undir hvaða skilyrði fellur “almennt” í lögum? Er þetta geðþóttaákvörðun Hrafnhildar eftir að hafa haft mig á hornum sér er við unnum á sama vinnustað fyrir áratug? Er hún að lækka viðmið um árstekjurnar um 200.000 kr. bara fyrir mig?

Eins og kemur fram í bréfi mínu er ég að biðja um undanþágu afborgana námslána þangað til endurhæfingu líkur? Þarf starfsfólk LÍN að afgreiða umsóknir oft þrátt fyrir skjöl þess efnis að aðstæður munu ekki breytast næsta árið? Erum við ekki aðeins að pissa peningum í vindinn með þessu?

Hrafnhildur skrifar: “Samkvæmt framangreindri lagagrein þurfa bæði skilyrðin að vera uppfyllt þ.e. að um verulega fjárhagsörðugleika sé að ræða ásamt því að einhver af ofantöldum ástæðum sér fyrir hendi síðustu 4 mánuði fyrir gjalddaga.”

Í úthlutunarreglum LÍN stendur: “Að jafnaði er miðað við að ástæður þær sem valda örðugleikunum hafi varað í a.m.k. fjóra mánuði fyrir gjalddaga afborgunar.”

Hvað þýðir “að jafnaði”? Er þetta líka byggt á geðþóttarákvörðun? Hefur einhver fengið undanþágu afborgunar þrátt fyrir að hafa einungis átt í vandræðum í einn mánuð fyrir settan gjalddaga?

Hvers vegna er ekki horft á grein 8.5.2  þegar mál mitt er tekið fyrir?

8.5.2 Undanþága vegna skyndilegra og verulegra breytinga
Einnig er stjórn sjóðsins heimilt að veita undanþágu frá árlegri endurgreiðslu að hluta eða öllu leyti, ef skyndileg og veruleg breyting hefur orðið á högum lánþega þannig að útsvarsstofn vegna tekna á fyrra ári gefur ekki rétta mynd af fjárhag lánþega á endurgreiðsluárinu. Heimildin miðast við að skyndileg og alvarleg veikindi, slys eða aðrar sambærilegar ástæður valdi verulegri skerðingu á ráðstöfunarfé og á möguleika til að afla tekna.

Ég hef sent inn skjöl þess efnis sem lýsa klárlega skyndilegum breytingum á högum mínum. Er það geðþótti að horfa aðeins til einnar en ekki annarar greinar úthlutunarreglna?

Ég kæri ákvörðun stjórnar LÍN og sæki hérmeð um undanþágu afborgana frá og með 1. september 2017 til og með 1. september 2018. Þess má geta að ég hef greitt upp 1. mars gjalddagann til að koma í veg fyrir að fá ekki synjun á 1. sept gjalddaganum en til þess þurfti ég að auka yfirdráttinn í bankanum samkvæmt ráði frá þjónustufulltrúa. 

Takk fyrir.

Elísabet Ólafsdóttir

kt. 1205773609

#betralín

Það er svo óhollt að vera reiður, sár og gramur. Maður þarf bara að finna tól til að gera heiminn sinn betri. Nú er röddin komin til að ýta undir stjórnvöld að gera líf ungmenna á Íslandi aðeins vonsterkara og ég vil hjálpa til við það.